Skuld
9. janúar 2008
Ég rakst á vísun á þessa heimildarmynd, sem á kannski ágætlega við eftir neyslubrjálæðið
[googlevideo=http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279]
Kvikusnilld
22. desember 2007
Ég er að hlusta á Sigríði Pétursdóttur í útvarpsþættinum Kviku (vefupptöku af því að ég missti af þættinum í morgun). Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndfræðingur, sér um þáttinn sem fjallar að þessu sinni um jólamyndir. Frábær þáttur og góð leið til að koma sér í bíógírinn fyrir jólin!
Af framburði orðanna blog og blogg
19. júlí 2007
Hvernig er orðið „blog“ borið fram á íslensku? Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að í frétt á Rúv núna áðan var vefslóðin annabjo.blog.is/ borin fram eins og hún væri annabjo.blogg.is. Er það almennur skilningur manna að það sé enginn munur á framburði orðanna blog og blogg á íslensku? Eða er sterk staða bloggsins á vef Morgunblaðsins sé farin að hafa áhrif á framburð? Eða er þetta bara einstakt tilvik?
Brýnt að …
9. júní 2007
Auk þess legg ég til …
Þorsteinn sagði brýnt að skapa háskólum fjárhagsleg skilyrði til áframhaldandi vaxtar. Auknar fjárveitingar þurfi að koma, frá ríkisvaldinu, atvinnulífinu í landinu, alþjóðlegum uppbyggingarsjóðum og að einhverju leyti frá nemendum sjálfum. Hins vegar ættu stjórnvöld ekki að freistast til að innheimta skólagjöld í grunnámi við opinbera háskóla hér á landi. Mikilvægt sé að opinberir háskólar verði áfram opnir nemendum án tillits til efnahags, stöðu og búsetu.
Það þarf að efla háskólana í landinu. Punktur.
Einn, einn, tveir, þrjátíu, tveir
8. júní 2007
Ég fékk símtal í vikunni frá góðum samstarfsmanni sem gerði mér tilboð sem erfitt var að afþakka: „Við verðum með skyndihjálparnámskeið á morgun og það er laust pláss, viltu ekki taka þátt?“ Ég þakkaði fyrir og sló til og sat á skólabekk í Neskirkju eftir hádegi.
Skýr og skeleggur leiðbeinandi (sem starfar einnig sem slökkviliðsmaður) fræddi okkur um fyrstu hjálp og rétt viðbrögð. Hann kenndi okkur hjartahnoð og blástursaðferð. Nýjasta nýtt í þeim efnum eru talnaparið þrjátíu tveir: Hnoða þrjátíu sinnum, blása tvisvar.
Ég tók annars eftir einu sem mér fannst nokkuð snjallt. Á flestum af glærunum sextíu sem hann hafði í farteskinu mátti finna þrjár lykiltölur sem allir ættu að kunna og enginn má gleyma á ögurstundu: 1 1 2.
Tenglar
29. maí 2007
Tenglar
28. maí 2007
-
Sjónvarpsþáttaröð um mann sem á nokkrar konur.
-
Viðtal við Bjarna Karlsson um kirkju og samkynhneigð
-
Atli Harðarson bloggar um Das Leben der Anderen
-
Þar hafið þið það!
-
AKMA um túlkunarfræði (í örfáum orðum)
Dýrmætar stundir
28. maí 2007
Ég og yngri dóttirin eigum saman dýrmætar stundir á hverju kvöldi þegar hún fer að sofa. Þegar mamman hefur boðið góða nótt og kysst á koll förum við saman inn í herbergi dætranna. Þar legg ég litlu hnátuna í rúmið, signi okkur og fer með kvöldbænirnar. Svo er kysst lauslega á ennið, stúlkunni strokið um kollinn og boðin góð nótt. Og hún snýr sér á hliðina, en ég sest upp í hitt rúmið með bók í hendi. Oftast les ég einn kafla, en litla hnátan er nú samt sofnuð eftir fyrstu tvær blaðsíðurnar.
Tenglar
27. maí 2007
-
Andy Goodliff hefur bloggað heilmikið um enska guðfræðinginn Colin Gunton.
-
Baldur Kristjánsson um hvítasunnuna
-
Sniðug hugmynd!
-
Svavar Alfreð bloggar