Það er merkilegt að lesa pistil dagsins á Deiglunni, þar segir meðal annars:

Með trúarbrögðum er hægt að hneppa fólk í andlegt fangelsi þar sem áhersla er lögð á að einstaklingar taki þegjandi og hljóðslaust við skipunum og valdboðum að ofan. Sannleikurinn er óumdeildur þar sem guð sjálfur færði sönnun fyrir honum (það er voða erfitt að eiga við slíka röksemdafærslu) og þar með er ekki hægt að efast um sannleikann né mótmæla orðum guðs þar sem þau orð eru sannleikurinn. Þannig rökstyðja nær öll trúarbrögð, sem gera kröfu um trú á æðra yfirvald, tilvíst sína og leggja mikla áherslu á að halda þegnum sínum við efnið, jafnvel margar Maríubænir á dag.

Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja um þetta, en mér þykir höfundurinn í það minnsta hafa full einfalda sýn á kristni í samtímanum ;)Lokað er fyrir ummæli.