Hvað er Fair Trade?

27. október 2006

Hjálparstarf kirkjunnar stendur um þessar mundir fyrir átaki út af Fair Trade vörum. Lydía Geirsdóttir kynnti átakið á fyrsta degi Kirkjuþings, 21. október 2006. Við tókum við hana stutt viðtal. Þess má geta að á Kirkjuþingi er aðeins boðið upp á Fair Trade te og kaffi.2 ummæli við „Hvað er Fair Trade?“

  1. Örvar ritaði:

    Fair Trade er alls ekki án gagnrýni. Misskilja mætti tilvísun Lydíu til framleiðenda — hún á við bændur. Framleiðslan sjálf, t.d. kaffibrennsla og mölun, fer oftast ekki fram í þessum löndum þó það væri eflaust meiri búbót fyrir þau heldur en Fair Trade.

  2. Árni svaraði:

    Góður punktur og full ástæða til að hnykkja á þessu :)