Oh, Karma Where Art Thou er tólfti þátturinn í fyrstu ártíð af My Name is Earl. Hann er áhugaverður fyrir þær sakir að þarna er kastljósinu beint að Karma-fyrirbærinu með beinum hætti. Ég er ekki frá því að þetta sé í fyrsta skipti sem ég sé slíkar vangaveltur í þáttunum. Earl veltir fyrir sér hvers vegna yfirmaður á matsölustað hafi það gott þegar haft er í huga hversu slæmur maður hann sé. Hann sér sig svo sjálfan sem verkfæri í höndum þess ópersónulega máttar sem karma er (hans lýsing). Það væri gaman að taka þennan fyrir í umfjöllun um þættina síðar.2 ummæli við „My Name is Earl: Oh, Karma, Where Art Thou“

  1. Örvar ritaði:

    Í þætti 16 kemur Earl með sína (einföldu) útgáfu á hvað karma er.

  2. Árni svaraði:

    Það styttist í að ég sjái þann þátt :)