Fréttabrot

15. nóvember 2006

Ég settist til tilbreytingar framan við sjónvarpið í kvöld og horfði á þátt sem var á dagskrá á Rúv. Þátturinn heitir Broken News og er með athyglisverðari þáttum sem ég hef séð upp á síðkastið. Það var einkum tvennt sem ég var hrifinn af:

  • Klippingin í þáttunum. Myndskeið eru frekar stutt og það er klippt úr einu “atriði” í annað á þannig hátt að það minnir helst á sjónvarpsáhorfanda sem flettir milli fréttarása. Mjög skemmtileg gert.
  • Það hvernig snúið var upp á þekktar fréttir (t.d. af gereyðingarvopnum í Írak) og i raun grafið undan þeim með því að snúa fréttaflutningnum upp á annað (í þættinum sem ég sá var fjallað um meint kjarnorkuvopn í Bólivíu).


Lokað er fyrir ummæli.