Englar í kvikmyndum

25. nóvember 2006

Í A Prairie Home Companion er að finna einn áhugaverðasta engil sem ég hef séð í kvikmynd nýlega (ég þarf að horfa aftur á myndina og skoða það betur). Það væri annars gaman að taka saman yfirlit yfir áhugaverða engla í kvikmyndum. Í þeim tilgangi mega lesendur annálsins gjarnan deila með okkur sínum uppáhalds-kvikmynda-englum …2 ummæli við „Englar í kvikmyndum“

  1. Þorkell ritaði:

    Uppáhalds kvikmyndaengill? Þeir eru svo margir. Úfff. Það er auðvitað Himinn yfir Berlín og svo engillinn í Dekalog og svo englarnir í Börn náttúrunnar. Svo er frábær engill í Hawaii Oslo og svo mætti lengi telja. Ég er sammála því að það væri spennandi verkefni að skoða engla í kvikmyndum. Í raun rosalega efni í góða MA ritgerð :-)

  2. Árni svaraði:

    Ég verð að segja að Metatron (eða hvað hann nú hét) í Dogma finnst mér afskaplega eftirminnilegur.