Biblían og bíóið

21. janúar 2007

Á fimmtudaginn hefst ráðtsefna sem Kaupmannahafnarháskóli stendur fyrir undir yfirskriftinni Biblical Variations in Contemporary Cinema. Þar munu þrír meðlimir Deus ex cinema flytja erindi: Þorkell ætlar að fjalla um Edensstef í kvikmyndum, Arnfríður um píslarsögu Gibsons og ég ætla að ræða um hjálpræðisstef í kvikmyndum.

Ég er nokkuð spenntur fyrir þessar ráðstefnu því þess má vænta að þarna verði nokkuð góð umræða um þessi fræði. Meðal þátttakenda eru nefnilega fræðimenn sem hafa sent frá sér afar áhugaverðar bækur á undanförnum árum (t.d. Christopher Deacy og Gerard Loughlin). Ef tækifæri gefst til að færa eitthvað til annáls meðan ég er úti ratar það örugglega hingað inn.Ein ummæli við „Biblían og bíóið“

 1. orang ritaði:

  Hæ!

  Ég er að gera litla könnun fyrir háskólann minn um blogg og ástæður þess, að fólk bloggar. Getur þú tekið smá stund í að svara eftirfarandi þremur spurningum. Skemmtileg svör eru frábær, en helst vildi ég fá alvöru svör!

  1) Af hverju bloggar þú?
  2) Um hvað bloggar þú?
  3) Hvern ertu að reyna að ná til með blogginu þínu?

  Takk fyrir hjálpina!

  Kær kveðja frá Berlín, Andrea
  (www.orang.blogg.is)