Bloggað með Word

22. janúar 2007

Ég var að setja Office 2007 upp á vélinni minni. Einn fítusinn í hinni nýju útgáfu af Word er sá möguleiki að skrifa bloggfærslur og birta þær á blogginu þínu. Ef þessi færsla birtist á blogg.is blogginu mínu virkar þetta.7 ummæli við „Bloggað með Word“

 1. Örvar ritaði:

  Athyglisvert. Mátt gjarnan prófa meira “stílíseraða” færslu til að sjá hversu hrein html-mörkunin er.

  Er gert ráð fyrir flokkun? Er hægt að breyta gömlum færslum? … Hvaða xml-rpc staðlar standa til boða?

 2. Árni svaraði:

  Skal prófa aðra færslu. Já, það er gert ráð fyrir flokkun, en hún datt ekki inn strax. Einnig gert ráð fyrir vinnu með eldri færslur. Á eftir að skoða þetta betur.

 3. Carlos ritaði:

  Jay, draumurinn orðinn að veruleika … Word í alla hluti. Varúð, ef Word er eina tólið í tölvunni, líta allir hlutir út eins og … úr Word (If a hammer is the only tool you have …)

 4. Árni svaraði:

  Ég þekki engan sem á sér þann draum að nota Word í alla hluti og deili ekki þessum áhyggjum :) Reyndar lít ég ekki á Word sem meginverkfærið í þessu sambandi heldur Wordpress.

 5. Örvar ritaði:

  Kosturinn sem ég sé við þetta er að þeir sem geta bara notað Word til að skrifa texta á tölvum hætti kannski að klippa-og-klístra textann úr Word og inn í ritþórinn (wysiwyg).

  Ps. Útgáfa 2,2 af WP bætir m.a. við nýjum xml-rpc föllum til að vinna með síður og fleira.

 6. Árni svaraði:

  Er ekki langt í að útgáfa 2.2 komi út?

 7. Örvar ritaði:

  Eftir tæpa þrjá mánuði.