Rick Warren er höfundur metsölubókarinnar Purpose Driven Life og prestur í Saddleback Church. Hann flutti fyrirlestur á vefum TED í febrúar 2006 sem hægt er að skoða á Google Video.

Bókin hans hafði selst í 30 milljón eintökum þegar hann flutti erindið (líklega eitthvað meira síðan). Ég hef ekki lesið hana, en hún hefur verið nokkuð áberandi í mörgum guðfræðibókabúðum sem ég hef heimsótt erlendis.

Ps. Á Google Video er að finna mörg TED erindi til viðbótar, enn meira er á TED-vefnum. Margt af þessu er afar áhugavert.5 ummæli við „Rick Warren um Guð (TED erindi)“

 1. Pétur Björgvin ritaði:

  Já þessi Warren er um margt áhugaverður, bloggaði einmitt um hann aðeins á annál fyrir fjórum árum. Finnst hann reyndar ekki heillandi í þessu erindi sem þú vísar í.

 2. Árni svaraði:

  Ég verð eiginlega að vera sammála þér varðandi erindið, fannst þetta ekkert sérlega heillandi, en vildi nú samt halda til haga :)

 3. Matti ritaði:

  Af hverju viltu halda því til haga fyrst það er ekki heillandi? Ertu sammála því sem hann segir eða ekki?

  Yfirleitt gefur maður sér að bloggarar séu sammála því sem þeir vísa á nema þeir taki annað fram.

  Mér finnst það sem ég horfði á af þessum fyrirlestri alveg skelfilegt, svo ég segi alveg eins og er.

 4. Matti ritaði:

  Árni hagar sér eins og aðrir trúmenn þessa dagana og hunsar athugasemd mína. Gott og vel, ég móðgast ekki mikið.

  Það er gaman að segja frá því að næst á eftir Rick Warren talaði heimspekingurinn og trúleysinginn Dan Dennet. Ég mæli miklu frekar með hans fyrirlestri og tel að allir sjái að Rick Warren á ekki roð í Dan Dennet þegar kemur að málefnalegum og heiðarlegum málflutningi.

  ps. Mikið þykir mér kjánalegt að sjá þá ritskoðunarherferð sem greinilega er í gangi hjá guðfræðingum um þessar mundir. Ég trúi því ekki að þið haldið að það styrki málstað ykkar að eyða athugasemdum hægri og vinstri. Ég held þú ættir að ræða þetta aðeins við kollega þína Árni.

 5. Árni svaraði:

  Fyrirgefðu Matti, það var sannast sagna alls ekki hugmyndin að hunsa þessi ummæli þín enda þótti mér ábendingin ágæt og réttmæt á sínum tíma. Ég varð svolítið hugsi þegar þú skrifaðir þetta, sennilega af því að ég þurfti að gera það upp við mig hvort ég væri sammála þér eða ekki.

  Held ég sé það ekki. Ég er ekki endilega sammála öllu því sem ég vísa á og tek ekki nauðsynlega undir það heldur. Stundum nota ég bloggið nefnilega eins og vasabók, til að hripa niður hluti sem mér finnst ástæða til að kíkja á síðar.

  Það breytir því auðvitað ekki að auðvitað er rétt að tilgreina þetta í færslunni.

  Ég þarf að kíkja á Dennet, hef haft gaman af þessu TED erindum, sem fæst fjalla þó um trúmál.

  Ps. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alveg fylgst með trúmálaumræðunni á netinu upp á síðkastið og er því ekki inni í þessu með athugasemdir og eyðingar. Held þó að slíkt sé alltaf best í hófi, svona almennt talað. Allra best er að menn geti komið sér saman um einhverjar grundvallarreglur samræðunnar sem allir eru til í að virða.