Vista

9. febrúar 2007

Ég tók mig til og uppfærði stýrikerfið á tölvunni í dag. Nú notast hún við Microsoft Windows Vista Business. Fyrsta upplifun af þessu kerfi er sannast sagna töluvert betri en ég þorði að vona.

Kannski hefur eitthvað að segja í því sambandi að það gekk ekki þrautalaust að fá diska með kerfinu (ég er búinn að bíða frá því um miðjan desember eftir þeim). Ég var af þeim sökum óvenju pirraður út í Windows Vista án þess að hafa nokkurn tímann prófað kerfið ;)

Kerfið setti ég upp á nýjan disk og innsetning og uppsetning gekk bæði hratt og furðu snuðrulaust fyrir sig. Og kerfið virkar bara vel líka :)