Bloggað um myndlestur

8. mars 2007

Guðbjörg H. Kolbeins, fjölmiðlafræðingur og stundakennari í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, skrifaði færslu um forsíðu á auglýsingablaði Smáralindar í gær (hún er ekki lengur aðgengileg á blogginu hennar og engin skýring fylgir með þegar þess orð eru færð til bloggs). Bloggfærslan hefur kallað fram töluverð viðbrögð á öðrum bloggum og hefur verið harkalega gagnrýnd. Mig langar að halda þessu til haga þar sem ég held að það birti áhugaverða mynd af íslenska bloggsamfélaginu:

Það er langur svarhali við bloggfærslu Guðmundar Steingrímssonar sem gefur nánari innsýn í umræðuna. Þar - og reyndar á fleiri stöðum - er nefnt að bloggfærsla Guðbjargar niðurlægi fyrirsætuna á myndinni. Þar kann að vera fundin ástæða þess að færslan var fjarlægð af blogginu.

Svarhalinn við færslu Katrínar Önnu Guðmundsdóttur gefur innsýn í það hvernig umræðan þróaðist síðar.

Meira bætist örugglega við og vísanir á eitthvað af því kunna að rata hingað inn.

Ps. Það sem okkur vantar hér á landi - inn í bloggsamfélagið - er einhver leið til að halda utan um svona umræðu sem fer fram á mörgum bloggum. Sá sem vill fylgjast með því sem er heitt í umræðunni gæti þannig farið inn á eina yfirlitssíðu sem vísaði honum á marga bloggara. Slíkt myndi gagnast öllum aðilum: Bæði þeim sem vilja blogga um tiltekin mál og taka þátt í svona umræðu og hinum sem vilja fylgjast með.

Pps. Vísanirnar eru flestar fengnar af bloggunum sjálfum, en sumar eru sóttar á önnur blogg. Það gildir t.d. um vísunina á Fréttablaðsfréttina sem ég fann hjá Salvöru.2 ummæli við „Bloggað um myndlestur“

  1. Arnþór Snær ritaði:

    Eitthvað í ætt við Technorati t.d. - http://technorati.com/search/www.kolbeins.blog.is%2Fblog%2Fkolbeins%2Fentry%2F140073%2F

  2. Árni svaraði:

    Já, eitthvað sem virkaði eins, en drægi saman umræðuna á Íslandi á aðgengilegan hátt.