Dýrmætar stundir

28. maí 2007

Ég og yngri dóttirin eigum saman dýrmætar stundir á hverju kvöldi þegar hún fer að sofa. Þegar mamman hefur boðið góða nótt og kysst á koll förum við saman inn í herbergi dætranna. Þar legg ég litlu hnátuna í rúmið, signi okkur og fer með kvöldbænirnar. Svo er kysst lauslega á ennið, stúlkunni strokið um kollinn og boðin góð nótt. Og hún snýr sér á hliðina, en ég sest upp í hitt rúmið með bók í hendi. Oftast les ég einn kafla, en litla hnátan er nú samt sofnuð eftir fyrstu tvær blaðsíðurnar.Lokað er fyrir ummæli.