Af framburði orðanna blog og blogg
19. júlí 2007
Hvernig er orðið „blog“ borið fram á íslensku? Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að í frétt á Rúv núna áðan var vefslóðin annabjo.blog.is/ borin fram eins og hún væri annabjo.blogg.is. Er það almennur skilningur manna að það sé enginn munur á framburði orðanna blog og blogg á íslensku? Eða er sterk staða bloggsins á vef Morgunblaðsins sé farin að hafa áhrif á framburð? Eða er þetta bara einstakt tilvik?
20. júlí 2007 kl. 0.38
Svo er þetta skylt log / að logga, þannig að þetta er etv leitt af þeirri notkunarvenju.
20. júlí 2007 kl. 19.35
Ef til vill