Klipptur

7. nóvember 2006

Ég er að hlusta á samtal Alister McGrath og bandarísks prests sem fór fram í kjölfari fyrirlesturs þess fyrrnefnda um trú og vísindi. Í fyrirlestrinum kom AM m.a. inn á nýjustu bók Richard Dawkins. Í því sem á eftir fylgir (kringum mínútu 51) koma þeir svo inn á heimildarmyndina Root of all Evil? Þarna kemur fram að McGrath var einn af viðmælendum Dawkins í myndinni og hann svaraði m.a. lið fyrir lið nokkrum athugasemdum hans um trúarbrögðin. Ekkert af því rataði inn í myndina sjálfa.

Dawkins og McGrath

5. nóvember 2006

Mér varð hugsað til McGrath og Dawkins eftir umræðu undanfarinna daga um guðstrú og guðleysi, fann nokkrar vísanir sem vert væri að fylgja frekar eftir:

Háskólafólk í Bretlandi

3. nóvember 2006

Mark Goodacre fjallar um stöðu háskólafólks (og háskólanna) í Bretlandi í ljósi nýlegrar greinar í Guardian. Þar kemur fram að 2/3 háskólafólks gætu hugsað sér að skipta um starfsvettvang:

I find it quite a depressing read because enough of it rings true from the experience of some I know. Being a professional academic is such a prize because one gets the opportunity to devote one’s career to what one loves doing, but the increase of administrative responsibilities for British academics squeezes further and further the amount of time one has for teaching and research.

Árlegt prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Skálholti 29.-31. október. Aðalfyrirlesari þess er að þessu sinni sóttur til Þýskalands og heitir Reinhard Brand. Að þessu sinni verður kastljósinu beint að samtalinu við samtimann, sýn á umhverfi og menningu og þær leiðir sem kirkjan hefur í boðun og prédikun til samtals við umhverfi sitt.

Þá verður komið inn á snertifleti prédikunarinnar og annarra tjáningarforma í samtímanum. Þetta kallast heilmikið á við það sem ég er að fást við þessa dagana og ég er nokkuð spenntur að sjá og heyra hvað fyrirlesarar hafa fram að færa og taka þátt í samræðu um þessi efni.

Á vef Kjalarnessprófastsdæmis er efni sem tengist seminarinu: