Kvikusnilld
22. desember 2007
Ég er að hlusta á Sigríði Pétursdóttur í útvarpsþættinum Kviku (vefupptöku af því að ég missti af þættinum í morgun). Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndfræðingur, sér um þáttinn sem fjallar að þessu sinni um jólamyndir. Frábær þáttur og góð leið til að koma sér í bíógírinn fyrir jólin!
Tvær greinar um kristsgervinga
13. janúar 2007
Í Journal of Religion and Popular Culture er að finna tvær áhugaverðar greinar um kristsgervinga í kvikmyndum:
- The Structural Characteristics of the Cinematic Christ-figure e. Anton Karl Kozlovic
- Reflections on the Uncritical Appropriation of Cinematic Christ-Figures: Holy Other or Wholly Inadequate? e. Dr. Christopher Deacy
Grein Deacy er skrifuð sem svar við grein Kozlovic svo það gæti verið gagnlegt að lesa þær saman.
- Ertu á leið á Sundance? Á vef Wired er bent á nokkrar áhugaverðar myndir sem verða sýndar á Sundance kvikmyndahátíðinni.
- Goodacre, Chattaway og Leiðin til Betlehem Mark Goodacre tekur undir með Peter Chattaway um Leiðina til Betlehem.
- Chattaway um Leiðina til Betlehem Peter Chattaway fjallar um Nativity Story í Christianity Today. Eitt af því sem mér líkar við umfjallanir um kvikmyndir á þeim vef er að það fylgja alltaf spurningar sem má nota í samtali um myndina.
- Leiðin til Betlehem Á vef PBS er hægt að nálgast umfjöllun um Nativity Story sem verður frumsýnd hér á landi í lok vikunnar.
- Oscar Isaac um Nativity Story Peter Chattaway tók stutt viðtal við Oscar Isaac sem leikur Jósef í Nativity Story.
- Stuttmyndin Ernst og Lyset Ernst og Lyset er stuttmynd eftir Anders Thomas og Thomas Villum Jensen sem fjallar um endurkomu Krists eftir því sem ég kemst næst.
Englar í kvikmyndum
25. nóvember 2006
Í A Prairie Home Companion er að finna einn áhugaverðasta engil sem ég hef séð í kvikmynd nýlega (ég þarf að horfa aftur á myndina og skoða það betur). Það væri annars gaman að taka saman yfirlit yfir áhugaverða engla í kvikmyndum. Í þeim tilgangi mega lesendur annálsins gjarnan deila með okkur sínum uppáhalds-kvikmynda-englum …
Fréttabrot
15. nóvember 2006
Ég settist til tilbreytingar framan við sjónvarpið í kvöld og horfði á þátt sem var á dagskrá á Rúv. Þátturinn heitir Broken News og er með athyglisverðari þáttum sem ég hef séð upp á síðkastið. Það var einkum tvennt sem ég var hrifinn af:
- Klippingin í þáttunum. Myndskeið eru frekar stutt og það er klippt úr einu “atriði” í annað á þannig hátt að það minnir helst á sjónvarpsáhorfanda sem flettir milli fréttarása. Mjög skemmtileg gert.
- Það hvernig snúið var upp á þekktar fréttir (t.d. af gereyðingarvopnum í Írak) og i raun grafið undan þeim með því að snúa fréttaflutningnum upp á annað (í þættinum sem ég sá var fjallað um meint kjarnorkuvopn í Bólivíu).