Af framburði orðanna blog og blogg
19. júlí 2007
Hvernig er orðið „blog“ borið fram á íslensku? Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að í frétt á Rúv núna áðan var vefslóðin annabjo.blog.is/ borin fram eins og hún væri annabjo.blogg.is. Er það almennur skilningur manna að það sé enginn munur á framburði orðanna blog og blogg á íslensku? Eða er sterk staða bloggsins á vef Morgunblaðsins sé farin að hafa áhrif á framburð? Eða er þetta bara einstakt tilvik?
Vista
9. febrúar 2007
Ég tók mig til og uppfærði stýrikerfið á tölvunni í dag. Nú notast hún við Microsoft Windows Vista Business. Fyrsta upplifun af þessu kerfi er sannast sagna töluvert betri en ég þorði að vona.
- Glósur og makkinn … Á Apple blogginu (sem fjallar um Apple en er ekki unnið af Apple) er ágætt yfirlit yfir glósuforrit fyrir OS X.
Vísanablogg
21. janúar 2007
Ég hef notað Google Reader til að lesa RSS-veitur um nokkra hríð. Eitt af því sem er gagnlegt við það vefforrit eru flýtileiðirnar (j fer í næstu færslu, k í fyrri færslu, s merkir færsluna og shift+s deilir henni með öðrum). Í kvöldi setti ég vísun á vísanabloggið sem GR útbýr sjálfkrafa svo að menn geti nú skoðað það. Þarna eru aðallega færslur um guðfræði, en eitthvað annað leynist kannski inn á milli
- Steve, síminn og allt hitt … Steve Jobs er þessa stundina að kynna nýjasta nýtt frá Apple, þar með nýja iPhone símann. Hægt er að fylgjast með herlegheitunum á Mac Rumours vefnum.