Biblían og bíóið

21. janúar 2007

Á fimmtudaginn hefst ráðtsefna sem Kaupmannahafnarháskóli stendur fyrir undir yfirskriftinni Biblical Variations in Contemporary Cinema. Þar munu þrír meðlimir Deus ex cinema flytja erindi: Þorkell ætlar að fjalla um Edensstef í kvikmyndum, Arnfríður um píslarsögu Gibsons og ég ætla að ræða um hjálpræðisstef í kvikmyndum.

Ég er nokkuð spenntur fyrir þessar ráðstefnu því þess má vænta að þarna verði nokkuð góð umræða um þessi fræði. Meðal þátttakenda eru nefnilega fræðimenn sem hafa sent frá sér afar áhugaverðar bækur á undanförnum árum (t.d. Christopher Deacy og Gerard Loughlin). Ef tækifæri gefst til að færa eitthvað til annáls meðan ég er úti ratar það örugglega hingað inn.

Í Journal of Religion and Popular Culture er að finna tvær áhugaverðar greinar um kristsgervinga í kvikmyndum:

Grein Deacy er skrifuð sem svar við grein Kozlovic svo það gæti verið gagnlegt að lesa þær saman.

Englar í kvikmyndum

25. nóvember 2006

Í A Prairie Home Companion er að finna einn áhugaverðasta engil sem ég hef séð í kvikmynd nýlega (ég þarf að horfa aftur á myndina og skoða það betur). Það væri annars gaman að taka saman yfirlit yfir áhugaverða engla í kvikmyndum. Í þeim tilgangi mega lesendur annálsins gjarnan deila með okkur sínum uppáhalds-kvikmynda-englum …