Skypefundur …

11. október 2006

Nú stendur yfir Skype fundur stjórnar Félags guðfræðinga. Við sem í stjórninni erum búum víðsvegar á suðurhluta landsins, flest í Reykjavík, einn á Sólheimum, einn í Skálholti og ein á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er tilraun til að spara aksturskostnað og tíma sem við ákváðum að prófa á síðasta fundi. Við erum 4 á fundinum, 3 eru forfallaðir. Þetta gengur enn sem komið er býsna vel og það verður gaman að sjá hvort ekki má nýta þennan miðil enn betur!

Uppfært: Við töluðum saman í 41 mínútum, þurfum að “endurræsa” samtalið nokkrum sinnum, en þetta gekk bara merkilega vel - miðað við lítinn undirbúning og ólíkan tækjabúnað. Það felast klárlega möguleikar í þessu!

Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur, flytur endrum og sinnum pistla um kvikmyndir í Víðsjá. Í dag mátti til dæmis heyra hana ræða um rauðan þráð í kvikmyndum sem hún sá á hatíðinni: Einangrun og nánd (þessi vísun er á upptökuna, ég veit ekki hversu lengi hún virkar). Í gær var spilað viðtal við kvikmyndagagnrýnandann Gerald Peary sem Sigríður tók á miðvikudaginn í síðustu viku.

Mér þykir þessi umfjöllun um kvikmyndir í Víðsjá til mikillar fyrirmyndar - og raunar er það ekki aðeins Sigríður sem hefur staðið að þessu í þættinum. Til viðbótar má bæta því við að mér finnst Víðsjá vera einhver áhugaverðasti þátturinn í íslensku útvarpi um þessar mundir.

En.

Hvenær fáum við eiginlega metnaðarfullan þátt um kvikmyndir sjónvarp? Þátt í anda sænsku Filmkrönikunnar þar sem fer fram fræðsla um kvikmyndafræði í bland við umfjöllun um nýjar og gamlar kvikmyndir.

Fransiskanablessun

10. október 2006

May God bless you with discomfort at easy answers, half truths, and superficial relationships, so that you may live deep within your heart.

May God bless you with anger at injustice, oppression and exploitation of people, so that you may work for justice, freedom and peace.

May God bless you with tears to shed for those who suffer from pain, rejection, starvation, and war, so that you may reach out your hand to comfort them and turn their pain to joy.

And may God bless you with enough foolishness to believe that you can make a difference in this world, so that you can do what others claim cannot be done.

Vísun frá Mary Hess

That night

10. október 2006

Við Ingólfur röltum upp að Systrafossi eftir sólsetur á föstudagskvöldi. Ég tók tvær myndir, þetta var önnur þeirra.