Myndirnar á hátíðinni

5. október 2006

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin er nú hálfnuð. Mér datt í hug að safna saman í eina færslu myndunum sem ég hef séð ásamt örstuttum umsögnum um þær. Þetta hef ég séð:

 • The Queen (Stephen Frears: 2006): Opnunarmynd hátíðarinnar og nýjasta verk Stephen Frears. Fjallar um viðbrögð Tony Blair og Elísabetar Bretlandsdrottningar við andláti Díönu prinsessu. Gefur innsýn í konungsfjölskylduna. Helen Mirren leikur drottninguna af stakri snilld.
 • Fallen (Barbara Albert: 2006): Áhugaverð mynd um fimm vinkonur sem hittast í jarðarför og rifja upp gamla tíma.
 • Jestem (Dorota Kedzierzawska: 2005): Mögnuð mynd um munaðarlausan dreng sem strýkur og leitar móður sinnar. Fjallar í grunninn um þörf mannsins fyrir kærleika og nánd. Glæsileg kvikmyndataka og framúrskarandi leikur.
 • Princess (Anders Morgenthaler: 2006): Nokkuð flott teiknimynd sem geymir áhugaverða ádeilu á klámiðnaðinn. Um leið er þetta dæmisaga um eyðingarmátt hefndarþorstans.
 • Böse Zellen (Barbara Albert: 2003): Flott mósaíkmynd sem minnir á Magnolia. Hlaðin trúarlegum vísunum!
 • En Soap (Pernille Fischer Christensen: 2006): Áhugaverð mynd um sanna ást og nánd og sápuóperur. Charlotte flytur frá unnusta sínum í blokk, á hæðinni fyrir neðan býr klæðskiptingurinn Veronika/Ulrik. Með þeim tekst áhugaverð vinátta. Vel leikin og skemmtilega gerð.

Ef ég ætti að mæla með tveimur myndum af þessum þá væru það Jestem og En Soap. Ég hef líka séð myndir sem keppa um þrenn aðalverðlaun hátíðarinnar, af augljósum ástæðum verður ekkert skrifað um þær fyrr en verðlaunin hafa verið veitt:

 • Euphoria
 • Taxidermia
 • 12:08 East of Bucharest
 • Shortbus
 • Red Road
 • Sherrybaby
 • Winter Journey
 • Farewell Falkenberg
 • Fresh Air
 • Vier Minuten
 • Grbavica
 • Glue
 • In Between Days

Ps. Ég mun uppfæra þessa færslu eftir því sem ég sé fleiri myndir (og hef tíma til). Lesandinn athugi það.

Það er merkilegt að lesa pistil dagsins á Deiglunni, þar segir meðal annars:

Með trúarbrögðum er hægt að hneppa fólk í andlegt fangelsi þar sem áhersla er lögð á að einstaklingar taki þegjandi og hljóðslaust við skipunum og valdboðum að ofan. Sannleikurinn er óumdeildur þar sem guð sjálfur færði sönnun fyrir honum (það er voða erfitt að eiga við slíka röksemdafærslu) og þar með er ekki hægt að efast um sannleikann né mótmæla orðum guðs þar sem þau orð eru sannleikurinn. Þannig rökstyðja nær öll trúarbrögð, sem gera kröfu um trú á æðra yfirvald, tilvíst sína og leggja mikla áherslu á að halda þegnum sínum við efnið, jafnvel margar Maríubænir á dag.

Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja um þetta, en mér þykir höfundurinn í það minnsta hafa full einfalda sýn á kristni í samtímanum ;)

Skírnin

10. september 2006

Hildur Eir Bolladóttir svaraði spurningu vikunnar í Lífinu og tilverunni í síðustu viku. Spurningin fjallaði um skírnina.
[qt:http://tru.is/myndbond/logtv-05-svar.mov http://tru.is/myndbond/logtv-05-svar.jpg 320 256]

Oddný um Lady in the Water

10. september 2006

Við tókum stutt viðtal við Oddnýju Sen um Lady in the Water fyrir Lífið og tilveruna.
[qt:http://tru.is/myndbond/logtv-06-vidtal-teaser.mov http://tru.is/myndbond/logtv-06-vidtal.jpg 320 256]

Húsvitjanir, þá og nú …

10. september 2006

Ragnheiður Sverrisdóttir svaraði spurningu vikunnar í þættinum í dag. Að sjálfsögðu er hægt að horfa á svarið hér á vefnum:
[qt:http://tru.is/myndbond/logtv-06-svar.mov http://tru.is/myndbond/logtv-06-svar.jpg 320 256]