Við Adda Steina sáum um Lífið og tilveruna í dag. Við fengum góða og skemmtilega gesti, fyrst Vigfús Bjarna Albertsson og Dagnýju Höllu Tómasdóttur, í spjall um trú og sjálfsmynd. Þar var meðal annars undirstrikað mikilvægi uppeldis og góðs atlætis fyrir sjálfsmyndina. Slíkt skiptir ekki síst máli þegar kemur að unglingsárunum og börn byrja að skilja sig frá foreldrunum.

Í samtalinu við þau var einnig komið inn á skírnina og það hvernig hún opinberar okkur í vissum skilningi hinn kristna mannskilning: Þar er barnið lýst mikilvægt, fyrst og fremst á grundvelli veru sinnar, en ekki af því að það hafi gert eitthvað til að verðskulda það.

Svo kom Jónas Margeir Ingólfsson til okkar. Hann er forseti nemendafélags MH og starfar líka í æskulýðsstarfi í Dómkirkjunni. Við ræddum við hann um unglinga og sjálfsmynd, félagsstarfið í MH og sitthvað fleira. Skemmtilegt spjall við skeleggan strák!

Kvikmynd vikunnar er að þessu sinni Lady in the Water. Við sáum hana á föstudaginn var og höfðum gott fólk með okkur: Oddnýju Sen, kvikmyndafræðing, og Ingrid Anderson og Eriku Brundin, sem starfa við upplýsingamál hjá sænsku kirkjunni. Oddný komst ekki í þáttinn og því tókum við stutt viðtal við hana eftir sýninguna.

Síðust á dagskrá var Ragnheiður Sverrisdóttir sem svaraði spurningu vikunnar. Þátturinn sem verður í næstu viku er farinn að mótast, ég blogga um hann síðar í vikunni!

Halló heimur!

9. september 2006

Jæja, hér er þá kominn upp enn einn annállinn. Þetta er fyrst um sinn hugsað sem eins konar prufusvæði meðan nýja þjónustan er sett upp. Síðar rennur það kannski saman við annálana mína á blogg.is og annáll.is og kannski eitthvað fleira. Verið velkomin og njótið verunnar hér!