Erindi Jean Kilbourne (myndbandið sem fylgir færslunni sýnir líklega bara einn hluta þess) um ímynd kvenna og táningsstúlkna í auglýsingum er holl áminning. Það kallast sumpart á við umræðu um forsíðu nýja Smáralindarblaðsins (sjá næstu færslu - upphafleg vísun var á bloggfærslu sem var tekin út af vefnum).

Sjá nánar á Mediaed vefnum.

Leiðarhnoð

3. mars 2007

Test Site - 5. hæð

27. febrúar 2007

Test site

Carsten Höller er sjöundi listamaðurinn sem sýnir í Túrbínuherberginu í Tate Modern safninu. Við Örvar heimsóttum það á dögunum og gátum ekki setið á okkur að fara eins og eina salibunu í rennibrautunum sem Höller hefur sett upp. Ég tók upplifunina upp á diktofóninum.

Ríki og kirkja

16. febrúar 2007

Sunnudaginn 18. febrúar mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja fræðsluerindi á undan messu í Hallgrímskirkju um Ríki og kirkju, en það er heiti bókar sem hann gaf út fyrir áramót.

Vista

9. febrúar 2007

Ég tók mig til og uppfærði stýrikerfið á tölvunni í dag. Nú notast hún við Microsoft Windows Vista Business. Fyrsta upplifun af þessu kerfi er sannast sagna töluvert betri en ég þorði að vona.

Lesa restina af færslunni »

Rick Warren er höfundur metsölubókarinnar Purpose Driven Life og prestur í Saddleback Church. Hann flutti fyrirlestur á vefum TED í febrúar 2006 sem hægt er að skoða á Google Video.

Bókin hans hafði selst í 30 milljón eintökum þegar hann flutti erindið (líklega eitthvað meira síðan). Ég hef ekki lesið hana, en hún hefur verið nokkuð áberandi í mörgum guðfræðibókabúðum sem ég hef heimsótt erlendis.

Ps. Á Google Video er að finna mörg TED erindi til viðbótar, enn meira er á TED-vefnum. Margt af þessu er afar áhugavert.

Bloggað með Word

22. janúar 2007

Ég var að setja Office 2007 upp á vélinni minni. Einn fítusinn í hinni nýju útgáfu af Word er sá möguleiki að skrifa bloggfærslur og birta þær á blogginu þínu. Ef þessi færsla birtist á blogg.is blogginu mínu virkar þetta.