Vísindin efla alla dáð

7. desember 2006

Fyrir viku síðan var kapella Háskóla Íslands tekin í notkun eftir gagngerar endurbætur. Mikið hefur verið lagt í endurbæturnar og mér skilst að fjöldi handlaginna iðnaðarmanna hafi lagt mikið í verkið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var mikið um dýrðir í kapellunni þennan dag, biskup Íslands messaði og söngmálastjóri sat við orgelið.

Messan er að hefjast

Prédikun biskups hafði yfirskriftina Vísindin efla alla dáð og hún er að sjálfsögðu birt á trú.is.

Dawkins spurður

6. desember 2006

Á vef Independent er Richard Dawkins spurður nokkurra spurninga. Ein kemur frá James Radford:

Why have you not engaged in public debate with Alister McGrath, Mary Midgley, Michael Ruse, Keith Ward, or indeed anyone else who would present you with a serious challenge?

Dawkins svarar:

The producers of my Channel 4 documentary [Root of All Evil?] invited the Archbishop of Canterbury, the Cardinal Archbishop of Westminster and the Chief Rabbi to be interviewed by me. All declined, doubtless for good reasons. I don’t enjoy the debate format, but I once had a public debate with the then Archbishop of York, and The Observer quoted the verdict of one disconsolate clergyman as he left the hall: “That was easy to sum up - Lions 10, Christians nil.”

Tvennt þykir mér athyglisvert í þessu sambandi: Annars vegar að Dawkins víkur sér undan því að svara spurningunni, að öðru leyti en því að hann segist hafa litla ánægju af þessu samræðuformi. Hann nefnir að vísu kirkjuleiðtogarnir, en það þarf ekki að vera jafngilt því fræðimennirnir sem spyrjandi nefnir eru sérfræðingar á sviði guðfræði og heimspeki sem hafa heilmikla innsýn í þau svið sem Dawkins hefur gefið sig að. Hins vegar að þótt kirkjuleiðtogarnir þrír sem nefnir eru hér að ofan hafi neitað viðtölum þá gerði McGrath það ekki. Hann hefur sjálfur sagt að rætt hafa verið við hann vegna Root of all Evil? Viðtölin rötuðu bara ekki í myndina. Hvað skyldi mega ráða af því?

Vinnu- og heimilisbæn

1. desember 2006

Guð,
lát alla okkar vinnu,
á heimili, í skóla og á vinnustöðum,
vera til uppbyggingar og styrkingar.
Gef að enginn gleymist,
og að allir mæti vináttu og kærleika í öðrum.

Guð,
gef okkur kraft til að takast á við hvaðeina sem íþyngir
og gef að við megum öll bæta heiminn
með lífi okkar og starfi.
Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.

Það kom í minn hlut að semja hluta af almennri kirkjubæn sem var lesin í 1. des messunni í HÍ. Þemað var vinna og heimili. Þetta var niðurstaðan, innblásin af bænabókinni sænsku.